Fréttir


28. apr. 2022

Nýútgefin rannsókn um samfélagslegt gildi minjastaða

Minjastofnun er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni (ESPON) sem snýr að því að rannsaka hvernig heimamenn sjá og meta minjastaði í sínu nánasta umhverfi.  Verkefnið er tvíþætt þar sem annars vegar er gerð rannsókn á samfélagslegu gildi minjastaða og hagrænu gildi hins vegar.  Fyrri hluta rannsóknarinnar, er snýr að samfélagslegu gildi minjastaða, er nú lokið og niðurstöður hafa verið gefnar út í skýrslunni: CASE STUDY //Societal value of cultural heritage in Iceland. Spin-off project of “ESPON HERITAGE”. Hægt er að lesa nánar um verkefnið og nálgast skýrsluna hér.

Rannsóknin var unnin af Veru Vilhjálmsdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála, og við þökkum Veru og Rannsóknarmiðstöðinni fyrir afar gott og gefandi samstarf.

Wordcloud

Orðaský sem birtist í skýrslunni og sýnir helstu orðin sem fólk nefndi í könnuninni þegar beðið var um það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar orðið minjastaður er nefnt.