Fréttir


15. nóv. 2021

Opnað fyrir umsóknir í fornminjasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr fornminjasjóði fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2022.


Nýtt kerfi hefur verið tekið í notkun og sækja umsækjendur nú í fyrsta sinn um styrk úr sjóðnum í gegnum þjónustugátt hins opinbera, island.is.

Hér má nálgast slóðina á umsóknina og nánari upplýsingar.

Ef umsækjendur reka sig á hnökra eða atriði sem mættu betur fara í umsóknagáttinni má endilega senda póst með þeim upplýsingum á fornminjasjodur@minjastofnun.is