Fréttir


21. feb. 2019

Orðskýringar sem tengjast íslenski byggingartækni

Nú má nálgast á vef Minjastofnunar orðskýringar með skýringarmyndum sem Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hefur dregið upp. Flestar tengjast þær íslenskri byggingartækni, en aðrar útlista atriði í klassískri byggingarlist og eru gerðar eftir fyrirmyndum, ýmist úr Nafnaskrá um norræna miðaldahluti eða Danmarks Kirker.

Orðskýringar þessar eru hluti af 31. bindi, þ.e. lokabindi, ritraðarinnar Kirkjur Íslands, sem kom út á síðasta ári.

Orðskýringarnar má finna hér .