Fréttir


10. júl. 2019

Reglur um skráningu menningarminja og veitingu leyfa til fornleifarannsókna

Minjastofnun Íslands hefur sett reglur um skráningu fornleifa og friðaðra og friðlýstra húsa og mannvirkja og skil á gögnum þar að lútandi, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. 15. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Reglurnar má finna hér .

Einnig hafa reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér verið endurskoðaðar. Nýju reglurnar hafa þegar öðlast gildi og koma í stað reglna frá 2013. Nýju reglurnar má finna hér .