Fréttir


1. okt. 2020

Staða minjavarðar Reykjavíkur og nágrennis laus til umsóknar

Minjastofnun hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu minjavarðar Reykjavíkur og nágrennis. Leitað er að einstaklingi með háskólapróf á sviði arkitektúrs/byggingarlistar. Staðgóð þekking á lagaumhverfi byggingar- og skipulagsmála er nauðsynleg. Reynsla af skipulagsmálum, byggingarsögulegum rannsóknum, endurbyggingu eldri húsa og minjavernd er mikilvæg. Þekking á byggingartækni og reynsla af hönnun húsa er æskileg. 

Um er að ræða fullt starf frá 1. desember næstkomandi.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október.

Starfsauglýsinguna má nálgast hér .