Fréttir


12. jan. 2022

Til umsækjenda í fornminjasjóð

Vegna þess stutta fyrirvara sem var á framlengingu umsóknarfrests í sjóðinn, og þeim áherslum sem staðfest hefur verið að fylgja því 30 milljón króna viðbótarfjármagni sem sjóðurinn fékk á fjárlögum fyrir árið 2022, mega umsækjendur endurskoða umsóknir sem nú þegar hafa verið sendar inn ef þeir svo kjósa. Slík endurskoðun krefst þó þess að ný umsókn sé send inn, og í henni tekið skýrt fram að eldri umsókn sé dregin til baka (og þá hvaða umsókn).