Fréttir


3. feb. 2023

Tíu stofnanir í Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti verða sameinaðar í þrjár nýjar stofnanir.

Minjastofnun Íslands verður ekki lengur sér stofnun heldur fellur undir aðra stofnun, Náttúruverndar og minjastofnun

Ráðherra kynnti á dögunum fyrirhugaðar sameiningar stofnana í Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og munu 10 stofnanir verða 3 ef þessar breytingar ganga í gegn. Minjastofnun Íslands mun þá verða sett undir Náttúruverndar- og minjastofnun ásamt Vatnajökulsþjóðgarði, Þjóðgarðinum á Þingvöllum og náttúruverndarsviði Umhverfisstofnunar. Minjastofnun Íslands mun því að öllum líkindum verða svið í nýrri stofnun og vinnur því ekki lengur að minjavörslu sem sjálfstæð stofnun.

Pétur H. Ármannson, arkitekt og sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands fór í viðtal vegna málsins og sagði m.a. „Menningarverðmæti þjóðarinnar eru í húfi og við verðum að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvað þau eru að hugsa með þessari vegferð. Það er gott og gilt að sameina stofnanir og hagræða hjá ríkinu – það er enginn hér sem hefur neitt á móti því – en það verður líka að virða faglegt sjálfstæði ólíkra greina og það er líka mikilvægt að stjórnsýsla menningararfsins hafi nægilega mikið sjálfstæði til að geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á því sviði en ef við erum sameinuð og með yfirmann stofnunar úr einhverri allt annarri átt þá náttúrulega missum við það vægi.“ Sjá nánar hér: Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu - Vísir (visir.is) og hægt er að hlusta á viðtalið á Bylgjunni hér: Hádegisfréttir - Útvarp - Vísir (visir.is) Viðtalið byrjar á 6. mínútu.  

Nánar um tilkynningu ráðuneytisins um fyrirhugaðar sameiningar má finna á síðu Stjórnarráðsins: Stjórnarráðið | Þrjár öflugar stofnanir í stað tíu (stjornarradid.is)