Fréttir


6. feb. 2019

Undirritun samninga vegna styrkja til fjarvinnslustöðva

20190205_144456-1-

Starfsfólk Minjastofnunar gerði sér ferð norður á Sauðárkrók þriðjudaginn 5. febrúar til að undirrita samning um fjarvinnsluverkefni á Djúpavogi sem stofnunin fær fjármagn til á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. 

Verkefnið sem Minjastofnun fékk styrk til að vinna felur í sér smíði gagnagrunns fyrir minningarmörk og skráningu minningarmarka í þann grunn. Þrír aðrir samningar vegna fjárvinnslustöðva voru undirritaðir við sama tilefni. Nánar má lesa um undirritun samninganna og verkefnin á heimasíðu Byggðastofnunar .