Fréttir


22. mar. 2019

Úthlutun fornminjasjóðs 2019

Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2019. Veittir voru 23 styrkir en alls bárust 69 umsóknir um styrki. Heildarfjárhæð úthlutunar nam 41.980.000 kr. en sótt var um samtals 159.949.563 kr. 

Ekki var hægt að styrkja fjölda góðra umsókna í ár en alls töldust 81% umsóknanna styrkhæfar, sem er óvenju hátt hlutfall. Því var ljóst að einungis yrði hægt að styrkja þær umsóknir sem fengju hæstu einkunnirnar, en umsóknir eru metnar á skalanum 0-15. Allar umsóknir sem fengu 14 og 15 í einkunn hlutu styrk en velja þurfti úr þeim umsóknum sem fengu 13 í einkunn. Forgangsraðað var eftir fyrirfram útgefnum áherslum sjóðsins í ár og því hvort um framhaldsrannsókn var að ræða. Einnig var litið til skila á skýrslum vegna áður úthlutaðra styrkja úr sjóðnum. 


Hér má sjá úthlutun fornminjasjóðs 2019 .