Fréttir


25. mar. 2021

Úthlutun úr fornminjasjóði 2021

Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2021.

Fjöldi umsókna var 61, ein umsókn var flutt í húsafriðunarsjóð og komu því 60 umsóknir til álita. Veittur var 21 styrkur að þessu sinni, samtals 41.450.000 kr., en sótt var um tæpar 156 milljónir króna.

Lista yfir þau verkefni sem fengu styrk má finna hér .

Öllum umsækjendum verður sendur tölvupóstur á næstunni.