Fréttir


23. mar. 2022

Úthlutun úr fornminjasjóði 2022

Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2022. Að þessu sinni bárust 78 umsóknir í sjóðinn og var sótt um samtals 211 milljónir króna. Styrkjum var úthlutað til 33 verkefna, samtals 66.750.000 kr.

Lista yfir styrkt verkefni má sjá hér.

Þróun síðustu ára hefur verið sú að almennt verða umsóknir betri með hverju árinu og því eru mörg góð verkefni sem ekki hljóta styrk að þessu sinni. 

Öllum umsækjendum verður sendur tölvupóstur á næstu dögum.