Fréttir


6. maí 2022

Vorfundur Minjastofnunar ÍslandsMinjastofnun-Islands-Logo-portraitVorfundur Minjastofnunar Íslands verður haldinn fimmtudaginn 12. maí í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. fundurinn hefst kl. 8.30 með morgunverði og hefst dagskrá kl. 9.00.

Nauðsynlegt er að skrá mætingu á staðinn þar sem boðið verður upp á léttan morgunverð. Skráning fer fram hér og stendur út þriðjudaginn 10. maí.

Fundinum verður einnig streymt í gegnum Youtube-síðu Minjastofnunar.


Dagskrá:

9:00 - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra – Ávarp og setning

9:10 - Duncan McCallum, Strategy and Listing Director, Historic England:

Protecting Heritage in England – A brief introduction to the processes and to the attitudes of owners.

9:40 - Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands:

Vernd fornleifa - horft í baksýnisspegilinn.

9:55 - Jón Örn Árnason, lögfræðingur hjá Mörkinni:

Réttaráhrif friðlýsingar.

10:10 - Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi friðlýsinga og áætlana hjá Umhverfisstofnun:

Friðlýsingar á grundvelli náttúruverndarlaga.

10:25 - Borghildur Sturludóttir, arkitekt og deildarstjóri deiliskipulagsáætlana hjá Reykjavíkurborg:

Menningarminjar og borgarskipulag; viðbragð eða áætlun.

10:40 - Aðalheiður Magnúsdóttir, eigandi Fossa:

Nútíma fyrirtæki í fortíðar húsum.

Hlé

11:10 - Pallborðsumræður

11:50 - Slit vorfundar


Fundarstjóri er Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.


Allir velkomnir!