Verkefnastjóri
Umsjón sjóða og innviðauppbyggingar
Verkefnastjóri
Umsjón sjóða og
innviðauppbyggingar
Minjastofnun Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkefnastjóra
sjóða og innviðauppbyggingar.
Minjastofnun Íslands starfar á grundvelli laga um
menningarminjar nr. 80/2012 og er ein undirstofnana umhverfis-, orku- og
loftlagsráðuneytis. Hún er stjórnsýslustofnun sem fer, auk fjölda annarra
verkefna og ákvarðana tengdum menningararfi, með umsýslu fornminja- og
húsafriðunarsjóða og stýrir uppbyggingu innviða á svæðum þar sem er að finna
menningarminjar. Um hlutverk Minjastofnunar Íslands má fræðast á síðunni: https://www.minjastofnun.is/
Ábyrgð og verksvið:
Starfið felst annars
vegar í umsýslu fornminja- og húsafriðunarsjóða ( sjá lög nr. 80/2012, gr. 42
og 43), fyrst og fremst samskiptum og upplýsingamiðlun til umsækjenda og
styrkþega en einnig utanumhaldi umsókna og umsjón með afgreiðslu styrkja. Hins
vegar snýr það að utanumhaldi umsókna og verkefna Minjastofnunar Íslands vegna
uppbyggingar innviða á menningarminjastöðum landsins í samræmi við landsáætlun
um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Leitað er að jákvæðum
og samviskusömum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi
verkefni í síbreytilegu starfsumhverfi.
Menntunar-
og hæfniskröfur:
· Háskólapróf sem nýtist í starfi
· Bókhaldskunnátta og reynsla
· Mjög góð tölvukunnátta (m.a. á excel og notkun gagnagrunna)
· Áhugi á minjum og sögu
· Lipurð í samstarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum
· Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
· Góð kunnátta í ensku og norðurlandamáli
· Þekking á málaflokkum sem Minjastofnun Íslands fæst við er kostur
Starfshlutfall er 100% og er mikilvægt að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi
stéttarfélags og fjármálaráðherra. Um er að ræða starf án staðsetningar, en
Minjastofnun er með skrifstofur víðs vegar um landið auk aðalskrifstofu í
Reykjavík.
Umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi
þar sem tilgreind er ástæða umsóknar sendist Minjastofnun Íslands, Suðurgötu
39, 101 Reykjavík eigi síðar en 26. janúar n.k. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Upplýsingar veita Agnes Stefánsdóttir
sviðsstjóri: agnes@minjastofnun.is eða sími 5701300 og Pétur H. Ármannsson sviðsstjóri: petur@minjastofnun.is eða sími 5701300.