Gildi minjastaða
Minjastofnun er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni (ESPON) sem snýr
að því að rannsaka hvernig heimamenn sjá og meta minjastaði í sínu nánasta
umhverfi. Svæðið sem verður rannsakað á Íslandi nær yfir nýsameinuð sveitarfélög, Skútustaðahrepp og
Þingeyjarsveit. Verkefnið er tvíþætt þar sem annars vegar er gerð rannsókn á samfélagslegu gildi minjastaða og hagrænu gildi hins vegar. Minjastofnun hefur
fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarmiðstöð ferðamála til
þess að vinna rannsóknina. Nálgunin felur meðal annars í sér spurningakannanir
og rýnihópavinnu.
Niðurstöðurnar munu nýtast á margvíslegan hátt. Þær geta meðal annars gefið
góðar upplýsingar um hvernig menningarminjar í héraði geta gagnast íbúum og
einnig leitt af sér frjóar hugmyndir varðandi nýtingu á menningararfi fyrir ýmsa
starfsemi. Verkefninu lýkur á árinu 2022.
Fyrri hluta rannsóknarinnar, er snýr að samfélagslegu gildi minjastaða, er nú lokið og niðurstöður hafa verið gefnar út í skýrslunni: CASE STUDY //Societal value of cultural heritage in Iceland. Spin-off project of “ESPON HERITAGE”. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.
Rannsóknin er unnin af Veru Vilhjálmsdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Orðaský sem birtist í skýrslunni og sýnir helstu orðin sem fólk nefndi í könnuninni varðandi minjastaði . Picture 2 from the report: The first three words survey participants associated with heritage sites.