Útflutningur og skil menningarverðmæta

Eitt af hlutverkum Minjastofnunar Íslands er að annast fyrir hönd íslenska ríkisins framkvæmd þeirra ákvæða í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 sem fjalla um flutning menningarminja úr landi.


Jafnframt hefur stofnuninni verið falið að annast framkvæmd laga nr. 57/2011 um skil menningarverðmæta til annarra landa fyrir hönd íslenska ríkisins.