Fara í efni

Huginn - skráningarform til að skrá hús og mannvirki

Minjastofnun Íslands hefur látið útbúa rafrænt skráningarform til að skrá hús og mannvirki, sem hlotið hefur nafnið Huginn. Allir þeir sem skrá hús og mannvirki á vegum Minjastofnunar Íslands eða vegna skipulagsvinnu skulu nota þetta skráningarform og skila skráningargögnum samkvæmt þeim leiðbeiningum sem hér koma fram.

Innsetning Hugins

Skrárnar (.zip) á þessari síðu innihalda sjálfkeyrandi (runtime) útgáfur af Hugin.

Til að setja Hugin upp hjá notendum þarf að sækja viðeigandi „.zip-skrá“, að loknu niðurhali er tvísmellt á .zip skrána. Þá opnast gluggi með möppu sem notandinn þarf að draga út á skjáborð tölvunnar. Sé þessi mappa ekki dregin út á skjáborðið vinnur skráningarformið ekki eðlilega. Nánari upplýsingar um þessi atriði má finna í Viðauka 6.7 í leiðbeiningunum um skráningu húsa og mannvirkja.

MAC

Husaskraning_OSX er útgáfa ætluð Macintosh vélum, þ.e. vélum sem keyra OS X stýrikerfi útgáfu 10.13 eða nýrra.

Sækja OSX

Windows 32bit

Husaskraning_Win32.zip er útgáfa ætluð eldri Windows vélum. Það er vélum sem keyra 32 bita útgáfu Windows.

Sækja win32

Windows 64bit

Husaskraning_Win64.zip er útgáfa ætluð nýrri Windows vélum. Það er vélum sem keyra 64 bita útgáfu Windows.

Sækja win64

Til að sjá hvaða útgáfa er á Macintosh vélum er smellt á Eplið efst í vinstra horni skjásins. Þá birtist felligluggi, en í honum þarf að smella á valkostinn „About this Mac.“ Þá birtist þessi gluggi þar sem sjá má útgáfunúmer stýrikerfisins.

Sé um að ræða vél sem keyrir útgáfu af osx stýrikerfinu þarf að tvísmella á skrá með nafninu Huginn_105.app og opnast þá skráningarformið á viðkomandi vél.

Til að ganga úr skugga um hvor útgáfan af stýrikerfinu er á windows vélum er farið í „System“ undir „Control Panel“.

 

Þessi mappa inniheldur sjálfkeyrandi útgáfu skráningarformsins og er skráningarformið ræst með því að tvísmella á skrána Huginn_105.exe þegar viðkomandi tölva er að keyra útgáfu af Windows stýrikerfinu.

 

Huginn er unninn í forritinu FileMaker. Ekki er þó nauðsynlegt að skrásetjari eigi slíkt forrit því unnið er með svokallaða „runtime“ útgáfu af því. Notendum þarf að vera ljóst að hér er ekki um fullkomna útgáfu forritisins að ræða, heldur er Huginn útbúinn í ákveðnum tilgangi og notandi getur ekki gert breytingar á honum eða t.d. sett hann upp á sameiginlegu drifi.

Í gardínu hér fyrir ofan sem og í viðauka 6.1 í leiðbeiningum um skráningu húsa og mannvirkja er að finna skjal með leiðbeiningum um innsetningu forritsins á tölvu skrásetjara. Best er að vista möppuna með forritinu á skjáborði tölvunnar sem notuð verður til skráningar. Tekið skal fram að vista þarf forritið á réttan hátt í tölvum allra þeirra sem vinna munu að skráningunni, því ekki er unnt að vinna með forritið af sameiginlegu drifi og ekki getur nema einn aðili unnið við skráningu í sömu gagnaskrá á sama tíma. Eftir að forritið hefur verið sett upp er afar mikilvægt að taka reglulega afrit af gagnaskrá forritsins, sem ber endinguna „.fmpur“. Ekki má breyta heiti gagnaskrárinnar og ekki fjarlægja neinar skrár úr möppunni með forritinu.

Nauðsynlegt er að tölvan sem unnið er á hafi ekki minna en 2GB í innra minni og í henni séu leturgerðirnar (fontar), Arial og Calibri. Þó mælir framleiðandi hugbúnaðarins með því að í vélum sem nota þetta kerfi séu 4 GB í innra minni.