Fara í efni

Íslensk strandmenning - ráðstefna

Ráðstefnan Íslensk strandmenning - staða hennar og framtíð verður haldin 4. mars næstkomandi, kl. 13:00 - 17:15, á Akranesi. Rástefnan er á vegum Vitafélagsins en forstöðumaður Minjastofnunar, Rúnar Leifsson, mun sitja í pallborði ásamt fleiri góðum. Einnig mun nýskipaður minjavörður Vestfjarða, Lísabet Guðmundsdóttir flytja erindið Sjórinn gefur og sjórinn tekur. Minjastaðir við sjávarsíðuna, menningararfur í hættu.

Hægt er að finna dagskrá og nánari upplýsingar hér ⇒ Íslensk strandmenning - Dagskrá. Nauðsynlegt er að skrá mætingu á ráðstefnuna, hér: Skráning á ráðstefnu