Fara í efni

Starfsstöðvar og minjasvæði

Minjasvæði

Landinu er skipt í átta minjasvæði. Á hverju minjasvæði er ein starfsstöð, að Vestfjörðum og Reykjanesskaga undanskildum en þar eru ekki starfsstöðvar. Minjaverðir starfa hver á sínu minjasvæði og eru því megintengiliðir við íbúa svæðisins og aðra hagsmunaaðila. Aðalskrifstofa Minjastofnunar er á Suðurgötu 39 í Reykjavík. Á aðalskrifstofu stofnunarinnar starfar þorri starfsmanna, en einn til tveir starfsmenn eru á starfsstöðvum á öðrum minjasvæðum.

Höfuðstöðvar Minjastofnunar Íslands eru á Suðurgötu 39, 101 Reykjavík.

Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 12 og 13 til 15 alla virka daga.

Minjaráð

Minjaráð eru samráðsvettvangur um varðveislu og nýtingu menningarminja á hverju minjasvæði. Minjaráð beita sér fyrir verkefnum á sviði minjavörslu, til eflingar byggðar og atvinnusköpunar meðal annars með ályktunum sem beint er til sveitarstjórna eða annarra þar til bærra stjórnvalda. Minjaráð hefur frumkvæði að uppbyggilegum verkefnum í héraði og getur boðið gestum á fundi, til samræðu og samráðs eða sérfræðingum til kynninga og fyrirlestrahalds, t.d. á sviði skipulagsmála eða húsverndar. Minjaráð geta einnig farið í vettvangsferðir og skoðað minjar og staði á svæðinu.

Hvert minjaráð skipta fimm fulltrúar og er minjavörður svæðisins þar með talinn, en hann er formaður síns ráðs. Auk aðalmannanna eru jafn margir varamenn. Fulltrúarnir eru skipaðir til fjögurra ára í senn af þremur aðilum: samband sveitarfélaga á minjasvæðinu tilnefnir tvo fulltrúa, Safnaráð tilnefnir tvo og Minjastofnun Íslands tilnefnir fjóra. Fundir minjaráða eru haldnir a.m.k. fjórum sinnum á ári og eru fundargerðir birtar á heimasíðu Minjastofnunar Íslands. Það er lögbundið hlutverk hvers minjavarðar að stýra fundum minjaráðs innan síns minjasvæðis. Auk þess heldur minjavörður uppi upplýsingaflæði og samskiptum við aðra fulltrúa, getur hjálpað til við að þróa verkefni og ýta þeim úr vör.