Fara í efni
Til baka í lista

Aðalstræti 12 (Sönderborgarhús), Ísafirði

Byggingarár: 1816

Breytingar: Skúr reistur við norðurgafl 1931.

Hönnuðir: Ókunnir.

Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Sönderborgarhús skiptist í tvær íbúðir. Húsið er einlyft timburhús með risþaki og tveimur kvistum á þakinu vestan megin. Við norðurgafl er einlyftur skúr með skúrþaki og við bakhlið er tveggja hæða útbygging með skúrþaki. Húsið stendur á steinsteyptum sökkli og kjallari er undir hluta þess. Veggir og þök eru klædd bárujárni. Á húsinu eru margvíslegar gluggagerðir. Tvennar útidyr eru á framhlið og aðrar á bakútbyggingu.  Húsið er klætt bárujárni. Sérbyggður bílskúr er á lóðinni suðaustanverðri. 


[1]Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir. Húsakönnun á Ísafirði 1992-1993, 36. Handrit 1993.