Fara í efni
Til baka í lista

Bakkakirkja, Öxnadalur, Eyjafirði

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1843

Byggingarár: 1842.

Hönnuður: Þorsteinn Daníelsson forsmiður á Skipalóni.

Breytingar: Forkirkja reist 1910.[1]

Hönnuður: Ókunnur.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Bakkakirkja er timburhús, 10,46 m að lengd og 4,92 m á breidd, með forkirkju í stöpli við vesturstafn, 2,66 m að lengd og 2,65 á breidd. Þök eru krossreist og klædd bárujárni. Kirkjan er klædd slagþili en stöpull láréttri vatnsklæðningu og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar með miðpósti og tveimur þriggja rúðu römmum, aðrir tveir eru á kórbaki og einn á hvorri hlið stöpuls. Níu rúðu gluggi er efst á kórstafni og sex rúðu gluggi á vesturstafni stöðuls uppi yfir dyrum. Fyrir dyrum er spjaldahurð.

Á forkirkjulofti eru tvær klukkur í ramböldum. Spjaldsett hurð er að framkirkju. Inn af henni er gangur og þverbekkir hvorum megin hans. Fremst í framkirkju norðan megin er lágur söngpallur girtur renndum pílárum. Í kórdyrum eru lágir renndir kórstafir, veggbekkir norðan megin í kór en lausir bekkir sunnan megin. Prédikunarstóll er innst í framkirkju, í dyrum eru stólstoðir upp undir þverbita en hann er bogadreginn yfir stóldyrum. Veggir forkirkju eru klæddir strikuðum panelborðum en kirkjuveggir póstaþili. Þverbitar eru yfir kirkju innan söngpalls og loft opið upp í mæni, klætt skarsúð á sperrur.



[1]Hjörleifur Stefánsson. Kirkjur Íslands 9. Bakkakirkja, 14-31. Reykjavík 2007.