Fara í efni
Til baka í lista

Bókhlöðustígur 6, Stöðlakot

Stöðlakot
Friðlýst hús

Byggingarár: 1872

Byggingarefni: Steinbær - hraungrjót

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 30. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.


Stöðlakot var ein af hjáleigum Reykjavíkur. Nafnið bendir til að þar hafi verið stöðull þar sem ær eða kýr voru mjólkaðar. Hjáleigan var þó einnig framan af nefnd Stuðlakot. Úr landi Stöðlakots var meðal annars tekið land undir Menntaskólann í Reykjavík. Árið 1872 endurbyggði Jón Árnason hinn ríki torfbæ sem þar stóð. Sagnir herma að hann hafi notað grjót sem gekk af við byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Í það minnsta er sams konar hraungrjót í Stöðlakoti og er í Hegningarhúsinu, en ekki grágrýti eins og aðallega var notað í steinbæina. Margir Reykvíkingar eiga ættir sínar að rekja til Stöðlakots og þar hafa búið margir kunnir bæjarbúar. Árið 1880 þótti það sæta tíðindum að tveir mormónatrúboðar settust að í Stöðlakoti og boðuðu þaðan trú sína.

Árið 1982 eignuðust Hulda Jósefsdótttir listhönnuður og Þorgrímur Jónsson húsið. Þau létu endurbyggja húsið í samvinnu við Vilhjálm Hjálmarsson arkitekt og breyttu því í gallerí sem tók til starfa árið 1988.

Heimild:
Húsaskrá Minjasafns Reykjavíkur – Árbæjarsafns.