Fara í efni
Til baka í lista

Brekkustígur 5a, Garðbær

Friðlýst hús

Byggingarár: 1880

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 1. febrúar 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.


Bærinn hefur frá upphafi verið nefndur Garðbær. Hann var fyrst virtur árið 1880 og er þá sagður byggður úr grjóti en með timburgafli. Upphaflega var torfþak á bænum en þegar hann var endurbættur árið 1901 var sett á hann járnþak og gaflarnir járnklæddir. Þá var einnig byggður inngönguskúr við hann.

 

Heimild:
Húsaskrá Minjasafns Reykjavíkur – Árbæjarsafns.


Sjá loftmynd.