Fara í efni
Til baka í lista

Duusgata 2, Bryggjuhús, Keflavík, Reykjanesbær

Duusgata 2, Keflavík
Friðlýst hús

Byggingarár: 1879

Byggingarár: 1877 

Byggingarefni: Timbur 

Friðlýsing:

Friðlýst af forsætisráðherra 14. júní 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins, upprunalegra innviða þess, lyftuhjóls og tengds búnaðar og steinhleðslna á lóð sjávarmegin við húsið.

 

Húsið var byggt sem pakkhús árið 1877 af H.P. Duus kaupmanni. Það er tvílyft bindingshús með risþaki og er undirstaða hlaðin úr hraungrýti. Í framhaldi af bryggjunni lá gangur þvert í gegnum húsið og er það eitt örfárra húsa þeirrar gerðar á landinu sem varðveist hefur. Eftir að H.P. Duus seldi húsið var það aðallega notað í tengslum við fiskverkun. Þurrkun var á neðri hæð og netaverkstæði á efri og síðar saltfiskverkun. Bryggja var fram af húsinu. Í húsinu er varðveitt heillegt og upprunalegt lyftuhjól sem notað var til að flytja varning um op milli hæða í húsinu. Hjólið og búnaður þess hefur mikið fágætisgildi. Endurbætur hafa staðið yfir um árabil og er húsið hluti af Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar þar sem Byggðarsafn Reykjanesbæjar og Listasafn Reykjanesbæjar hafa sýningarsali.