Fara í efni
Til baka í lista

Gamli flugturninn, Reykjavíkurflugvelli

Friðlýst hús

Byggingarár: 1940

Byggingarár: 1941-1942. Byggður og hannaður af breska hernum.

Friðun

Friðaður af mennta- og menningarmálaráðherra 18. maí 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001.  Friðunin nær til ytra byrðis turnsins og burðarvirkis hans.

 

Flugturninn er eitt þeirra mannvirkja á Reykjavíkurflugvelli sem reist voru á tímum heimsstyrjaldarinnar síðari. Bygging flugturnsins var hafin árið 1941 og var hann tekinn í notkun árið 1942. Á stríðsárunum var umferð herflugvéla á Norður Atlantshafi stjórnað úr turninum og eftir að Íslendingar tóku við flugvellinum varð hann miðstöð flug­umferðar­stjórnar á Íslandi og gegndi því hlutverki fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Turninn er vitnisburður um sérstakan tíma í sögu þjóðarinnar og hefur því ótvírætt menningar­sögulegt gildi sem ómissandi þjóðminjar.

 

Sjá loftmynd.