Fara í efni
Til baka í lista

Garðastræti 15, Unuhús

Unuhús
Friðlýst hús

Byggingarár: 1896

 

Friðun

Friðað af menntamálaráðherra 28. nóvember 2008 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins að undanskilinni viðbyggingu við austurhlið, sem byggð var árið 1979.

Saga

Húsið er timburhús, byggt árið 1896, af Guðmundi Jónssyni apótekara. Húsið hefur allar götur síðan verið kennt við konu hans Unu Gísladóttur. Húsið er þekkt fyrir að vera samkomustaður skálda og listamanna meðan Una bjó í húsinu, en hún lést árið 1924. Þá tók sonur þeirra hjóna, Erlendur, við af móður sinni sem gestgjafi og velgjörðarmaður þeirra sem vöndu komur sínar í Unuhús. Erlendur lést árið 1947 og er sagður vera fyrirmynd Halldórs Laxness að organistanum í Atómstöðinni. Auk Halldórs má nefna skáldin Þórberg Þórðarson, Stefán frá Hvítadal og Guðmund G. Hagalín sem allir hafa skrifað um komur sínar í Unuhús og þá gestrisni sem mætti þeim þar.