Fara í efni
Til baka í lista

Hólakirkja, Eyjafirði

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1853

Hönnuður: Ólafur Briem forsmiður á Grund.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Hólakirkja er timburhús, 10,58 m að lengd og 5,90 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni, og sunnan megin á því er kvistur með sexrúðu glugga. Kross er á mæni upp af framstafni. Kirkjan er klædd slagþili, stendur á steinhlöðnum sökkli og er fest niður með þremur stögum á suðurhlið. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með tveimur sexrúðu römmum og aðrir tveir á kórbaki en gluggi með tveimur tveggja rúðu römmum uppi á stafninum. Hlerar eru fyrir gluggum suðurhliðar. Ofarlega á framstafni eru tveir litlir tveggja rúðu gluggar en milli þeirra klukknastóll með tveimur klukkum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir.

Inn af dyrum er gangur, þverbekkir hvorum megin hans, þeir innstu tvísættir, en veggbekkir umhverfis í kór að altari. Lágt kórþil er á mörkum framkirkju og kórs og í kórdyrum eru kórstafir upp undir þverbita. Prédikunarstóll er framan kórþils sunnan megin undir súðarglugga. Setuloft á bitum er yfir fremri hluta framkirkju og stigi við framgafl sunnan megin. Tvær súlur eru undir frambrún þess. Þverbitar eru yfir kirkjunni innan loftsins. Veggir eru klæddir póstaþili og yfir henni er loft opið upp undir mæni og klætt skarsúð ofan á sperrur.



[1]Hjörleifur Stefánsson. Kirkjur Íslands 10. Hólakirkja, 109-123. Reykjavík 2007.