Fara í efni
Til baka í lista

Holtsgata 41b, Stórasel

Holtsgata 41b
Friðlýst hús

Byggingarár: 1884

Byggingarár

1884 og 1893

Byggingarefni

Steinbær

Friðun

Friðuð af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis steinbæjarins.


Steinbærinn við Holtsgötu 41b, Stórasel,  er eini tvöfaldi steinbærinn í Reykjavík sem enn stendur. Vestari burstin var byggð árið 1884 en sú austari árið 1893. Á jörðinni Seli var rekið myndarbýli og er Stórasel eini vitnisburður Selsbæjanna sem enn stendur. Jörðin var innlimuð í Reykjavík árið 1835, en nafn bæjarins bendir til að þar hafi upphaflega verið selstaða frá Víkurbænum.

Þó bærinn hafi tekið miklum breytingum í tímans rás er stofn hússins nokkuð vel varðveittur. Vestari burstin er með tveimur steinveggjum og steinveggur er einnig á austurhlið eystri bustarinnar og ná steinveggirnir upp fyrir gólf rishæðar. Gaflar eru úr bindingsverki.

Reykjavíkurborg hefur fest kaup á öllum bænum og stendur til að koma ytra byrði hússins í upprunalegt horf.

 

Heimildir:

Gagnasafn Húsafriðunarnefndar.

Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.


Sjá loftmynd