Fara í efni
Til baka í lista

Landspítalinn

Friðlýst hús

Byggingarár: 1936

Byggingarár: 1926-1930

Hönnuður: Guðjón Samúelsson

Friðun

Friðaður af mennta- og menningarmálaráðherra 29. apríl 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001.  Friðunin nær til ytra byrðis elsta hluta spítalans, sem byggður var á árunum 1926 til 1930.

Byggingarefni

Steinsteypuhús.

Landspítalinn er tvímælalaust ein best hannaða byggingin af hendi Guðjóns Samúelssonar. Landspítalinn er áberandi stórhýsi í borgarmynd Reykjavíkur með ótvírætt listrænt og menningarsögulegt gildi. Lágmyndin „Líkna og lækna“ á burst yfir inngangi er með elstu dæmum um listskreytingu opinberrar byggingar með verki íslensks listamanns. Hún er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal.

Bygging spítalans var baráttumál íslenskra kvenna, sem þannig vildu minnast kosningaréttar sem konur fengu árið 1915. Alexanderine Danadrotting lagði hornstein að byggingunni árið 1926, sem hýsti í upphafi einungis tvær deildir, hand- og lyflækningadeild.

 

Heimild:

Páll Líndal (1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.