Fara í efni
Til baka í lista

Laugavegur 30

Laugavegur 30
Friðlýst hús

Byggingarár: 1907

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 27. október 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001.  Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Timbur.

 

Húsið að Laugavegi 30 hefur verið talið eitt besta dæmið um sveitserstíl í Reykjavík, sem varð algengur á timburhúsum um og eftir aldamótin 1900. Umhverfislegt gildi þess er jafnframt mjög mikið vegna staðsetningar þess við aðalverslunargötu Reykjavíkur. Auk þess stendur það á áberandi stað við enda Vatnsstígs og blasir við þegar horft er upp eftir þeirri götu.

 

Húsið er byggt af Bjarna Jónssyni, sem var þekktur smiður í Reykjavík á sinni tíð. Sagt er að hann hafi byggt a.m.k. 140 hús, flest í Reykjavík en þekktast þeirra er vafalaust Bjarnaborg við Hverfisgötu 83, sem kennd er við hann. Í upphafi var trésmíðaverkstæði í húsinu og allar götur síðan hefur margvísleg atvinnustarfsemi farið fram í húsinu.

 

Heimildir:

Nikulás Úlfar Mássonog Helga Maureen Gylfadóttir (2001). Húsakönnun. Laugavegsreitir – miðsvæði. Skýrsla Árbæjarsafns nr. 86 Reykjavík: Árbæjarsafn.

Páll Líndal (1987). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur hf.

Umsögn borgarminjavarðar frá 30. september 2011.

 

Sjá á loftmynd.