Fara í efni
Til baka í lista

Laugavegur 36, Sandholtsbakarí

Laugavegur 36
Friðlýst hús

Byggingarár: 1925

Hönnuður: Einar Erlendsson arkitekt

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 19. maí 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nærtil ytra byrðis framhússins við Laugaveg, sem byggt var árið 1925.

 

Einar Erlendsson arkitekt teiknaði húsið að Laugavegi 36. Um er að ræða heilsteypta hönnun af hendi Einars og ber húsið einna hæst af verkum hans í listrænu tilliti, með einkennum steinsteypuklassíkur í fáguðum endurreisnarstíl.Húsið er dæmi um góða byggingarlist 20. aldar sem talið er hafa það mikið varðveislugildi að það eigi að teljast til þjóðminja. 

Einar teiknaði húsið fyrir bakarameistarana Stefán Sandholt og Guðmund Ólafsson. Þeir stofnuðu fyrirtækiðG. Ólafsson og Sandholt árið 1920 og ráku fyrst verslun að Laugavegi 42 en framleiðslan fór fram á Frakkastíg. Þegar húsið að Laugavegi 36 var tilbúið var öll starfsemin flutt þangað og þar var og er eitt fullkomnasta brauðgerðarhús landsins, rekið af afkomendum þeirra félaga. Sérstaka athygli vakti hinn mikli handhlaðni steinofn, sem enn er notaður.

 

Heimildir:

Leiðsögn um íslenska byggingarlist(2000). Reykjavík: Arkitektafélag Íslands.

Sandholt – Reykjavík. Sótt af http://www.sandholt.is.

 

Sjá loftmynd.