Fara í efni
Til baka í lista

Laugavegur 41

Friðlýst hús

Byggingarár: 1898

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 18. apríl 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Timburhús.

 

Fyrsti eigandi hússins var Arinbjörn Sveinbjarnarson bókbindari. Í upphafi var þetta timburhús aðeins ein hæð, en árið 1903 byggði Arinbjörn hæð og ris ofan á húsið. Aftur gerði hann endurbætur á húsinu árið 1916 og setti þá meðal annars salerni í hús sitt. Arinbjörn rak einnig bókaverslun og er ekki ólíklegt að hún hafi verið í húsinu.

 

Heimildir:

Klemens Jónsson (1929). Saga Reykjavíkur. Síðara bindi. Reykjavík: Fjelagsprentsmiðjan.

Nikulás Úlfar Másson og Helga Maureen Gylfadóttir (2001). Húsakönnun. Laugavegsreitir – miðsvæði. Skýrslur Árbæjarsafns 86. Reykjavík: Árbæjarsafn.