Fara í efni
Til baka í lista

Litlabæjarvör 4, Álftanesi

Litlabaejarvor-4
Friðlýst hús

Byggingarár: 1983

Höfundur: Guðni Pálsson arkitekt

Byggingarefni: Steinsteypa

Friðlýsing

Friðlýst af mennta- og menningarmálaráðherra 3. nóvember 2021 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar.  Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins og frágangs gólfs, lofts og veggja í stofurými og miðjugangi innan dyra.

Húsið að Litlabæjarvör 4 á Áltfanesi í Garðabæ var reist á árunum 1983 til 1985 eftir uppdráttum Guðna Pálssonar arkitekt sem jafnframt er eigandi hússins. Um húsið hefur verið fjallað í fjölmörgum fagtímaritum, innlendum sem erlendum, og það oft tekið sem dæmi um athyglisverða byggingarlist 9. áratugarins á Íslandi. Myndir og teikningar af húsinu eru í þeim tveimur leiðsöguritum sem gefin hafa verið út um íslenska byggingarlist.