Fara í efni
Til baka í lista

Viðeyjarstofa, Viðey

Friðlýst hús

Byggingarár: 1753

Friðun

Í vörslu Þjóðminjasafns Íslands 1967-1986. Tekin á fornleifaskrá 20. ágúst 1969 en lagaheimild skortir sbr. II. og IV. kafla þjóðminjalaga nr. 52/1969. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Byggingarefni

Hlaðið steinhús reist 1753-1755. Hönnuður Nicolai Eigtved hirðarkitekt. Kvistir gerðir á norðurþekju um 1781 og 1794 og á suðurþekju 1901. Hönnuðir ókunnir. Kvistir settir á suðurþekju 1974-75 og á norðurþekju 1987-88 og þjónustuhús tengt stofunni reist neðanjarðar 1988. Hönnuður Þorsteinn Gunnarsson arkitekt.