Fara í efni

Friðlýsing Skrúðs á Núpi í Dýrafirði

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í síðustu viku friðlýsingu Skrúðs á Núpi í Dýrafirði. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til ráðuneytisins.

Skrúður er skrúðgarður sem ber einkenni klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. Hann á sér merkilega sögu, m.a. sem fyrsti kennslugarðurinn löngu áður en slíkar hugmyndir höfðu skotið rótum hér á landi. Vinna við gerð hans hófust árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett árið 1908.

Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skipulagi garðsins og tegundaflóru, auk steinhlaðinna veggja, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns, gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja.

Sjá tilkynningu ráðuneytisins hér: Stjórnarráðið | Ráðherra friðlýsir Skrúð og staðfestir Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem verndarsvæði í byggð á Ísafirði (stjornarradid.is)