Opnun á nýrri yfirbyggingu á Stöng í Þjórsárdal
03.10.2024
Þriðjudaginn 1. október fór fram opnun á nýrri yfirbyggingu skálans á Stöng í Þjórsárdal. Stofnunin fagnar þeim mikilvæga áfanga að lokið hefur verið við yfirbygginguna sem hönnuð var af arkitektunum Karli Kvaran og Sahar Ghaderi hjá SP(R)INT STUDIO.