26.09.2025
Árlegt mót forstöðumanna evrópskra minjastofnana (European Heritage Heads Forum) fer fram um þessar mundir í Valletta, höfuðborg Möltu. Um mikilvægan vettvang er að ræða fyrir þau sem leiða minjavernd í Evrópu til að hittast, skiptast er á skoðunum og ræða áskoranir líðandi stundar sem oftar en ekki ganga þvert á landamæri. Fulltrúi Íslands nú sem undanfarin tvö ár er Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands.