Fara í efni

Fréttir

Málþing um torfarfinn 4. september // Symposium: The turf heritage on September 4th.

30.08.2023
Málþingið Torfarfurinn - Varðveisla byggingarhandverks verður í Kakalaskála í Skagafirði þann 4. september næstkomandi.

Skuldaþing í Skuldaþingsey við Skjálfandafljót

10.08.2023
Starfsmenn Minjastofnunar fóru á dögunum í Skuldaþingsey á Fljótsbakka við Skjálfandafljót, en þar er að finna friðlýstan þingstað með a.m.k. 30 þingbúðum.

Vigdísarvellir

21.07.2023
Þar sem nú hefur verið opnað fyrir umferð um Vigdísarvallaveg vill Minjastofnun Íslands vekja athygli á nauðsyn þess að sýna aðgát við viðkvæmar fornleifar á Vigdísarvöllum. Stofnunin vill biðja fólk um að varast að leggja bílum á graslendinu við Vigdísarvelli þar sem finna má mjög fallegt og heillegt minjasvæði kotbýla frá 19. öld.
Á Vigdísarvöllum

Stöng í Þjórsárdal: lokað vegna framkvæmda

18.07.2023
Vinna er nú hafin við lagfæringar og uppfærslur á yfirbyggingu landnámsskálans á Stöng í Þjórsárdal og verður því lokað fyrir aðgengi almennings að minjunum á meðan framkvæmdir standa yfir.
Stöng í Þjórsárdal

Topphóll í Nesjum

17.07.2023
Að undanförnu hafa málefni Topphóls verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem hann, samkvæmt skipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, á að víkja vegna vegagerðar.
Topphóll

Eldsumbrot á Reykjanesi

12.07.2023
Frá því að eldsumbrot hófust á Reykjanesskaga árið 2021 hefur Minjastofnun Íslands unnið ötullega að skráningu og haft eftirlit með menningarminjum á svæðinu.
Minjavörður Reykjaness við skráningu menningarminja rétt sunnan Fagradalsfjalls árið 2021.

Minjastofnun Íslands heimsækir Efnismiðlun Sorpu

30.06.2023
Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um hvernig Efnismiðlun Sorpu virkar og kanna hvort flötur væri á samstarfi milli Minjastofnunar Íslands og Sorpu þegar kemur að endurnýtingu byggingarhluta úr gömlum húsum sem oft hafa mikið varðveislugildi út frá handverki og menningarsögu, hafa verið smíðaðir af mikilli list og oft úr betri efniviði en almennt fæst í dag.

Skerðing á starfsemi aðalskrifstofu Minjastofnunar vegna Leiðtogafundur Evrópuráðsins

15.05.2023
Skerðing gæti orðið á starfsemi aðalskrifstofu Minjastofnunar Íslands vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins 16. - 17. maí
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023

NBM auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024

05.05.2023
Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni, NBM, vinnur að því að stemma stigu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum og tryggja með því að vistkerfin verði áfram öflug og veiti þá vistkerfaþjónustu sem nauðsynleg er fyrir velferð og hagvöxt.

Dr. Rúnar Leifsson tekur við embætti forstöðumanns af Dr. Kristínu Huld Sigurðardóttur

02.05.2023
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett Dr. Rúnar Leifsson tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, eða til eins árs.