Komið er út yfirlit yfir fornleifarannsóknir árið 2024 sem höfðu jarðrask í för með sér. Yfirlitið er unnið upp úr eyðublaðinu „lok vettvangsrannsókna“ sem stjórnendur rannsókna skila inn til Minjastofnunar að lokinni vettvangsvinnu hvers árs.
Í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins standa Minjastofnun Íslands og Íslandsdeild ICOMOS fyrir málþinginu „Framtíð fyrir fortíðina“ sem haldið verður í IÐNÓ þann 27. nóvember, kl. 09:00–16:00.
Í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins standa Minjastofnun Íslands og Íslandsdeild ICOMOS fyrir málþinginu „Framtíð fyrir fortíðina“ sem haldið verður í IÐNÓ þann 27. nóvember, kl. 09:00–16:00.
Árlegt mót forstöðumanna evrópskra minjastofnana (European Heritage Heads Forum) fer fram um þessar mundir í Valletta, höfuðborg Möltu. Um mikilvægan vettvang er að ræða fyrir þau sem leiða minjavernd í Evrópu til að hittast, skiptast er á skoðunum og ræða áskoranir líðandi stundar sem oftar en ekki ganga þvert á landamæri. Fulltrúi Íslands nú sem undanfarin tvö ár er Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands.
Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og Þór Hjaltalín sviðstjóri minjavarða sitja nú árlegan fund NHHF (Nordic Heritage Heads Forum), forstöðumanna minjastofnana á Norðurlöndunum, sem þetta árið er haldinn í Krónborgarkastala á Helsingjaeyri í Danmörku.