Hátíðarkveðja - opnunartími
Minjastofnun Íslands sendir hátíðarkveðju með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Að þessu sinni var það Sunneva Luna Lockerby, 11 ára nemandi í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem á heiðurinn af jólakorti Minjastofnunar. Nemendur Barnaskólans fræddust um arkitektinn Guðjón Samúelsson og íslenskan byggingararf fyrr á þessu ári.
Við minnum á að allar skrifstofur Minjastofnunar Íslands verða lokaðar milli jóla og nýárs. Öllum erindum sem berast í tölvupósti til stofnunarinnar verður svarað eins fljótt og kostur er.
Kveðja,
Starfsfólk Minjastofnunar Íslands
