Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl.13:00 og stendur yfir til kl. 15:30.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í síðustu viku friðlýsingu Skrúðs á Núpi í Dýrafirði. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til ráðuneytisins.
Starfsmenn Minjastofnunar fóru á dögunum í Skuldaþingsey á Fljótsbakka við Skjálfandafljót, en þar er að finna friðlýstan þingstað með a.m.k. 30 þingbúðum.