22. desember - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum
22.12.2024
Minjastaðir við sjávarsíðuna eru í stöðugri hættu vegna ágangs sjávar og ofsakennds veðurfars. Markmið rannsóknarinnar eru m.a. að skera úr um hvenær land var fyrst numið á Ströndum og hvort staðirnir við sjávarsíðuna hafi upphaflega verið nytjastaðir nýttir á árstíðabundnum grundvelli. Einnig að fá innsýn inn í líf og lífskilyrði þeirra sem sóttu og verkuðu auðlindirnar. Til þessa hafa rannsóknir farið fram í Sandvík, Hvítsöndum, Bjarnarnesi og Búðarvogi.