Fara í efni

Húsafriðunarsjóður 2024 - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2024

Ingimundarhús - Oddagata 1, Seyðisfirði.
Ingimundarhús - Oddagata 1, Seyðisfirði.

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2024.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember og stefnt er að því að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2024.

Allar upplýsingar og hlekki á umsóknir má finna hér:Umsóknir í húsafriðunarsjóð | Minjastofnun

Vinsamlegast lesið vel leiðbeiningar á umsóknasíðu áður en umsóknir eru fylltar út.