Fara í efni

Laus störf hjá Minjastofnun Íslands - Minjavörður Vestfjarða

Starfssvið minjavarðar Vestfjarða er í samræmi við ákvæði í lögum nr. 80/2012. Starfssvæði hans nær yfir sveitarfélögin sem mynda Vestfirði. Minjavörður hefur umsjón og eftirlit með minjum á svæðinu, er umsagnaraðili og ráðgjafi vegna framkvæmda er snerta minjavernd og veitir umsagnir um skipulagsgerðir sveitarfélaga. Minjavörður fer með daglega stjórn skrifstofu minjavarðar, stýrir minjaráði og ber að stuðla að markvissri starfsemi í minjavernd á svæðinu, viðhaldi minja og sjálfbærri nýtingu þeirra. Hann sér um gerð verkáætlana í samræmi við stefnu Minjastofnunar Íslands. Hann ber ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Minjastofnunar Íslands og fjárhagsramma stofnunarinnar.

Nánar um starfið og umsókn er að finna á Starfatorgi, hér → Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Vestfjarða | Ísland.is (island.is)

Athugið að umsóknarfrestur hefur verið lengdur til 15. nóvember en búast má við truflunum í umsóknarkerfinu dagana 10.-12. nóvember.