Fara í efni

NBM auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026

Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni (NBM) hefur það að markmiði að stemma stigu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum og tryggja með því að vistkerfin verði áfram öflug og veiti þá vistkerfaþjónustu sem nauðsynleg er fyrir velferð og hagvöxt samfélaga. NBM leggur höfuðáherslu á líffræðilega fjölbreytni, vistkerfi, náttúruvernd og sömuleiðis útivist, landslag og menningarumhverfi. Einnig tryggja að líffræðileg fjölbreytni og vistkerfaþjónusta sé hluti af þeim verkefnum sem snúa að loftslagsaðlögun og loftslagsbreytingum.

NBM starfar á grundvelli umhverfis- og loftslagsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, einkum 5. kafla um líffræðilega fjölbreytni.

Áherslur við úthlutun styrkja árið 2026

Kunming-Montreal rammasamningurinn um líffræðilegan fjölbreytileika frá norrænu sjónarhorni.

Hægt er að sækja um verkefni sem styrkja getu Norðurlanda til að ná markmiðum Kunming-Montreal rammasamningsins um líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnin geta haft víðtæka eða sértæka nálgun og ættu að byggjast á faglegum og stjórnsýslulegum álitamálum.

Verkefni í forgangi þetta árið eru þau sem fjalla um mikilvægar stjórnmálalegar áskoranir í norrænu samhengi og verkefni sem vísa skýrt til rammasamningsins um líffræðilegan fjölbreytileika og tryggja skilvirka miðlun niðurstaðna.

Samlegð menningararfs og líffræðilegs fjölbreytileika

Varðveisla menningararfs og endurheimt náttúrulegra vistkerfa eru grundvallaratriði í sjálfbærri þróun. Hins vegar eru endurheimt náttúru og verndun menningararfs oft unnin óháð hvort öðru, stundum með andstæðum markmiðum.

Græn umskipti bjóða einnig upp á tækifæri til að styrkja jákvæð samskipti. Hefðbundið sjálfbært handverk getur stutt við líffræðilegan fjölbreytileika, en náttúrumiðaðar lausnir geta aukið seiglu bæði vistkerfa og menningarumhverfis.

Verkefni sem stuðla að samlegðaráhrifum innan þessara sviða verða í forgangi. Verkefnið verður að bera kennsl á og efla starfshætti sem vernda menningararf, jafnframt því að efla líffræðilegan fjölbreytileika eða endurheimta vistkerfi (t.d. hlutverk hefðbundinna landbúnaðarkerfa í viðhaldi líffræðilegs fjölbreytileika).

Sérstök áhersla er lögð á miðlun niðurstaðna verkefnisins.

Menningarminjar og náttúra

Hægt er að sækja um stuðning við verkefni sem styrkja norrænt samstarf um líffræðilegan fjölbreytileika og menningarumhverfi, til dæmis í skógrækt. Þörf er á heildaryfirsýn yfir gildandi reglugerðir, verkfæri og starfshætti á Norðurlöndunum. Einnig ætti að leggja áherslu á reynslu af samstarfi og leiðbeiningagerð.

Í forgangi við úthlutun styrkja eru verkefni sem varpa ljósi á galla, áskoranir og góða reynslu, þannig að löndin geti byggt á þekkingu hvers annars.

Sérstök áhersla er lögð á miðlun niðurstaðna verkefnisins.

Umsóknarfrestur er til 5. október 2025.

 Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna hér.