Nýir staðlar fyrir fornleifaskráningu

Minjastofnun Íslands hefur gefið út nýja og endurbætta staðla fyrir skráningu fornleifa. Markmið þeirra er að samræma vinnubrögð, auka gagnagæði og tryggja að skráning fornleifa sé í samræmi við þarfir og kröfur stofnunarinnar.
Nýju staðlarnir sameina eldri staðla frá 2013 og leiðbeiningar frá 2016 og taka mið af þeim breytingum sem urðu við innleiðingu nýs gagnagrunns og vefsjár árið 2022.
Staðlarnir fjalla m.a. um:
-
Framkvæmd fornleifaskráningar, þ.m.t. heimildavinnu, vettvangsvinnu, úrvinnslu og skýrslugerð.
-
Skil á gögnum til Minjastofnunar, s.s. gagnatöflum, uppmælingum og ljósmyndum.
-
Tilefni fornleifaskráningar, eins og deiliskipulag, framkvæmdir, vegagerð, skógrækt og rannsóknir.
Einnig hefur verið tekið í notkun uppfært skráningarsniðmát (Excel), þar sem öll lykilatriði skráningar eru stöðluð.
Nýju staðlarnir eru aðgengilegir á vefsíðu Minjastofnunar Íslands og eru allir sem sinna fornleifaskráningu hvattir til að kynna sér efnið vel.
👉 Sjá staðlana hér: Skráningarstaðlar (PDF)
Einnig má finna frekar upplýsingar um skráningu fornleifa hér.