Opið fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð 2026

Eiðakirkja, Múlaþingi - ljósm. Þórhallur Pálsson
Minjastofnun Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 1. desember 2025.
Áður en sótt er um í húsafriðunarsjóð er mikilvægt að kynna sér vel:
- Úthlutunarreglur húsafriðunarsjóðs
- Verklag húsafriðunarnefndar við mat á umsóknum
- Nánari leiðbeiningar við gerð umsókna
Nánari upplýsingar er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, hér
Allar almennar fyrirspurnir varðandi umsóknir fyrir árið 2026 skulu berast á netfangið: husafridunarsjodur@minjastofnun.is, en einnig er hægt að hringja í síma 570 1307.