Fara í efni

Upplýsingasíða vegna hamfaranna á Seyðisfirði

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og  Dómsmálaráðuneytið hafa sett upp upplýsingasíðu á vefsvæðinu island.is vegna hamfaranna sem urðu á Seyðisfirði í desember sl. Þar er að finna upplýsingar um verkefni á vegum stjórnvalda og ýmissa stofnana, sem þegar eru í framkvæmd og eru fyrirhuguð vegna hamfaranna.
Minjastofnun Íslands hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þessu stóra verkefni sem snýr að uppbyggingu byggðar á Seyðisfirði.

Upplýsingasíðu ráðuneytanna má finna hér