Fara í efni

Varðveisla eldri húsa, námskeið á Akureyri 10-11. október

Iðan fræðslusetur stendur fyrir námskeiðinu Varðveisla eldri húsa á Akureyri dagana 10-11. október.

Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um framkvæmd viðhaldsverkefna og byggingartæknilegar áskoranir í tengslum við viðgerðir og viðhald eldri húsa. Auk þess verður fjallað um helstu tímabil og einkenni íslenskrar byggingarlistasögu, lög og reglugerðir er varða breytingar, viðgerðir og viðhald á friðuðum og friðlýstum húsum.

Snædís Traustadóttir húsasmíðameistari og nemi í hefðbundnu handverki við NTNU og Alma Sigurðardóttir sérfæðingur í varðveislu bygginga munu leiða námskeiðið.

Nánar um námskeiðið og skráningu hér.