Fallist á sjónarmið Minjastofnunar
18.02.2019
Minjastofnun hefur dregið til baka tillögu til
mennta- og menningarmálaráðherra um að austasti hluti Víkurgarðs verði
friðlýstur. Samhliða fellur skyndifriðun svæðisins sem Minjastofnun setti á hinn
8. janúar 2019 úr gildi.Framkvæmdaaðilar á svæðinu hafa lýst yfir
vilja til að gera breytingar á áformum sínum sem koma til móts við áherslur
Minjastofnunar um að Víkurgarður fái þann sess sem honum ber sem opið og
frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins og svæðisins í kring fái að njóta sín.