Fara í efni

Minjavefsjá

Opna Minjavefsjá

Netþjónustur Minjastofnunar - WMS og WFS

Hægt er að tengjast skoðunarþjónustu Minjastofnunar rafrænt gegnum netþjón með WMS tengingu á þessari slóð:

http://gis.lmi.is/geoserver/Minjastofnun/wms

Hægt er að tengjast niðurhalsþjónustu Minjastofnunar rafrænt gegnum netþjón með WFS tengingu á þessari slóð:

http://gis.lmi.is/geoserver/Minjastofnun/wfs

Einnig er hægt að nálgast gögnin í gegnum Lýsigagnagátt Landmælinga Íslands, hér

 


Friðaðar og friðlýstar fornleifar - uppmælingar fornleifa

Friðlýst fornleif  |  Friðuð fornleif

Hér má finna gögn yfir skráðar minjar á Íslandi, bæði friðlýstar og aldursfriðaðar fornleifar. Minjarnar eru skráðar samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands. Er um að ræða punkta-, línu- og flákagögn og þeim fylgja upplýsingar um minjarnar (tegund, hlutverk, aldur o.s.frv).

Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Lýsigagnagátt LMÍ

Hús og mannvirki - friðuð og friðlýst hús, kirkjur og mannvirki

Friðað mannvirki / Friðað hús / Friðuð kirkja  | Friðlýst kirkja / Friðlýst hús / Friðlýst mannvirki

Hér er um að ræða punktaskrá sem inniheldur helstu upplýsingar um aldursfriðuð og friðlýst hús og mannvirki á Íslandi (sérheiti, heimilisfang, byggingarár, tegund friðunar, byggingarefni, dagsetning friðunar/friðlýsingar og hönnuður).

Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Lýsigagnagátt LMÍ

Aðrar minjar - uppmælingar minja

 

Gögn yfir skráðar minjar á Íslandi sem skráðar eru samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands en ekki eru taldar til fornminja (herminjar og aðrar minjar sem ekki falla innan 100 ára reglunnar). Er um að ræða punkta-, línu- og flákagögn. Gagnasettinu fylgir tafla sem Inniheldur allar upplýsingar um minjarnar (tegund, hlutverk, aldur o.s.frv).

Athugið að gagnasettið inniheldur minjar sem ekki njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Lýsigagnagátt LMÍ

Fornleifaskráning, vinnuskrá - tímabundið

Hér er um að ræða skráningargögn sem Minjastofnun Íslands (MÍ) hefur borist frá aðilum sem sérhæft hafa sig í skráningu menningarminja. Síðan 1. janúar 2013 hefur verið skilaskylda á öllum skráningargögnum til MÍ en þar er um að ræða skráningarskýrslur og landupplýsingagögn (punkta-, línu- og flákagögn).

Þau gögn sem hér birtast hafa hins vegar ekki verið yfirfarin af starfsfólki MÍ og ber því að taka þeim með fyrirvara. Í einhverjum tilfellum geta mannleg mistök hafa átt sér stað við skráningu, svo sem innsláttur í texta eða villur í hnitastaðsetningu, og hefur slíkt ekki verið leiðrétt af starfsfólki MÍ. Gögnin eru eingöngu birt sem punktastaðsetning. Gagnalagið er eingöngu hugsað sem tímabundin framsetning gagnanna en reiknað er með að gögn sem í því er að finna færist yfir í Friðaðar fornleifar og Friðlýstar fornleifar þekjurnar á vefsjá stofnunarinnar þegar yfirferð er lokið. Gögnin uppfylla því ekki skilyrði til skipulagsgerðar eða í tengslum við framkvæmdir heldur eingöngu til viðmiðunar.

Gagnasettið gæti innihaldið upplýsingar um bæði friðaðar og friðlýstar fornleifar en skilgreiningu um slíkt er ekki að finna í gagnasettinu.

Vinna við gagnasettið hófst í febrúar 2023 og var fyrsta útgáfa birt á vefsjá í mars 2023. Vinna við uppfærslu og yfirferð á nýjum gögnum fer fram eftir því sem skráningargögn berast stofnuninni.

Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Lýsigagnagátt LMÍ

Fornleifaskráningar - svæði sem tekin hafa verið út vegna lögbundinnar fornleifaskráningar

Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði sem tekin hafa verið út vegna lögbundinnar fornleifaskráningar, en lögbundin fornleifaskráning fer fram vegna aðal- og deiliskipulags, umhverfismats, eða vegna framkvæmda. Koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar, aðferðir, og nákvæmni landupplýsinganna. Hvert verkefni sem stofnað er fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar. Það númer kemur einnig fram í gagnatöflum fyrir fornleifar auk þess sem fornleifum er gefið hlaupandi númer "minj_id" sem hefur verkefnanúmerið sem forskeyti.

Lýsigagnagátt LMÍ

Húsakannanir og skráningar - svæði þar sem skráning húsa og mannvirkja hefur farið fram

Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði þar sem skráning húsa og mannvirkja hefur farið fram en slík skráning skal m.a. fara fram áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi. Húsakönnun getur einnig farið fram í rannsóknarskyni. Í gögnunum koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar og stofnun eða fyrirtæki sem framkvæmir skráninguna. Hver húsaskráning fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar en einnig er hægt að finna í gögnunum upprunalegt skýrslunúmer viðkomandi stofnunar.

Lýsigagnagátt LMÍ

Fornleifarannsóknir - vísinda-, framkvæmda-, björgunar- og könnunarrannsóknir

Björgunarrannsókn | Vísindarannsókn | Framvkæmdarannsókn | Könnunarrannsókn

Hér er um að ræða punktaskrá sem sýnir staðsetningu á leyfisskyldum fornleifarannsóknum sem hafa farið fram á Íslandi. Fram koma ýmsar upplýsingar um rannsóknina, svo sem nafn leyfishafa, leyfisnúmer, ár rannsóknar og tegund rannsóknar.

Táknmyndirnar eru litakóðaðar eftir tegund rannsóknar:

  • Rautt fyrir björgunarrannsókn
  • Grænt fyrir vísindarannsókn
  • Gult fyrir framkvæmdarannsókn
  • Ljósblátt fyrir könnunarrannsókn

Lýsigagnagátt LMÍ

Minjavísir - Örnefni sem vísbending um minjar

Fornleifaskráning er mikilvægt tól í minjavernd en forsenda þess að geta verndað fornleifar er að hafa vitneskju um tilvist og staðsetningu þeirra. Tilgangur fornleifaskráningar er annars vegar að tryggja verndun menningararfsins og hins vegar að auðvelda bæði sveitarfélögum og Minjastofnun að móta stefnu í minjavörslu. Erfitt getur þó reynst að taka afstöðu í málum er varða minjavörslu þegar einungis brot af landinu hefur verið skráð.

Fornleifaskráning er þríþætt ferli sem byggist upp af heimildarvinnu, vettvangsskráningu og miðlun. Fyrsti þátturinn, heimildarvinna, felur í sér að safna saman öllum þeim vísbendingum sem er að finna um tilvist fornleifa á gefnu svæði. Þessar upplýsingar leynast í hinum ýmsum gögnum. Nánast undantekningarlaust er notast við örnefnaskrár og örnefnalýsingar í þessu ferli. Skráð örnefni eru því mikilvægur partur af allri fornleifaskráningu. Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa lengi unnið að því að búa til stafrænan gagnagrunn sem heldur utan um staðsetningar og lýsingar á þessum örnefnum.

Gagnasettið Minjavísir er tilkomið vegna vilja Minjastofnunar til að nýta sér þennan örnefnagrunn til að mynda yfirsýn yfir mögulega minjastaði í landinu og aðstoða við þá heimildavinnu sem fer fram í tengslum við fornleifaskráningu. Í gagnasettinu er að finna upplýsingar um örnefni sem þykja vera vísbending um fornleifar. Notast var við formúlu sem keyrð var á örnefnagrunninn til að leita að ákveðnum stikkorðum sem talið var að gæfu vísbendingu um fornleifar. Í framhaldi af þeirri vinnu fór fram yfirferð starfsmanna Minjastofnunar til að ákvarða áreiðanleika gagnanna. Vinna við gagnasettið hófst í október 2020 en fyrsta útgáfa var birt á vefsjá í desember 2022.

 

 

 

Ferlið

Fyrsta skrefið í hönnun Minjavísis var að færa stafræna örnefna grunninn í excel þar sem hægt er að leita í töflunni eftir ákveðnum stikkorðum. Í fyrstu útgáfu af töflunni var að finna 133884 örnefni sem þurfti að fara yfir. Eitt af skrefunum í yfirferðinni var að láta excel formúlu fara yfir töfluna í leit að stikkorðum.

  • =TEXTJOIN(", ", TRUE, IF(COUNTIF(G1:J1, "*"&Stikkorðin&"*"), Stikkorðin, ""))

Formúlan var keyrð á dálkana örnefni, tvínefni og örnefnalýsing. Leitar hún í öllum röðum töflunnar af stikkorðum sem má finna hér fyrir neðan og merkir þá röð TRUE eða FALSE í samræmi við það. Formúlan fyllir einnig einn dálk í töflunni með þeim stikkorðum sem fundust. Þegar formúlan hafði svo lokið leit sinni af stikkorðum tók við yfirferð starfsmanna Minjastofnunar. Í þeirri yfirferð var farið yfir hvort um raunverulegar vísbendingar um minjar væri að ræða eða hvort formúlunni hafi yfirsést eitthvað sem ætti að fylgja með í þekjunni.

Minjavísir þekjan er nú aðgengileg á Minjavefsjánni og í henni má finna bæði gögn frá Landmælingum Íslands og Minjastofnun.

Stikkorðin

áfanga, áfangastað, áfangi, aflraun, aftaka, aftöku, aftökustað, akur, álaga, álagablett, áletrun, álög, athafnasvæði, atpyttur, áveita, áveitu, bað, baðstofa, bæjargöng, bæjarhól, bæjarhóll, bæjarstæði, bænhús, bakarí, bátferja, beðaslétta, beðasléttu, beit, beitargarður, beitarhús, blóðvallar, blóðvelli, blóðvöll, blóðvöllur, blót, blótkelda, blótkeldu, blótstein, blótsteinn, ból, bólverk, bræðsluhús, bragga, braggi, brautartein, brautarteinar, brennisteinn, brennisteins, brennisteinsnáma, bröggum, brú, brunn, brunnhús, brunnur, brúsapall, brúsapallur, bryggja, bryggju, búð, búðir, búr, burstabæ, burstabær, bústað, bústaður, býli, byrgi, dæld, dómhring, dómhringur, dragferja, dragferju, draug, draugur, dyngja, dyngju, dýrabein, dys, eldhús, eyðibýla, eyðibýli, eyðibýlum, eyktamark, félagsheimili, ferja, ferju, ferjustað, festarstólpi, fiskastein, fiskasteinn, fiskreit, fiskreitur, fjárborg, fjárhús, fjársjóð, fjársjóður, fjárskýli, fjós, flak, forn, fornleif, framræsla, framræslu, frásagnar, frásögn, gæsarétt, gangabæ, gangabær, garð, garðlag, garður, gata, geitakofa, geitakofi, gerði, girðing, gjall, göng, göngugarð, gönguslóð, gorþró, götu, grafar, grafreit, grip, gripir, gripur, grjóthrúga, grjóthrúgu, grjótnáma, grjótnámu, gröf, gryfja, gryfju, hænsnakofa, hænsnakofi, hákarlagryfja, hálfkirkja, hálfkirkju, haug, haughús, haugur, heiðnar minjar, heiðni, heimild, helli, hellir, herinn, hermenn, herminjar, herslubyrgi, herslugarð, hestafjöt, hestastein, hestasteinn, hesthús, heygarð, heygryfja, heygryfju, heystæði, híbýla, híbýli, híbýlum, hitaveita, hitaveitu, hjall, hjallur, hlað, hlaða, hleðsla, hleðslu, hlóða, hlóðir, hlöðu, hlóðum, hof, hól, hóll, hrossaborg, hrossgröf, hrosskuml, hrútakofa, hrútakofi, hrygg, hryggjar, hryggur, huldufólk, huldufólksbústað, hundaskýli, hús, húsgrunn, hver, iðnsaga, iðnsögu, iðnsöguminjar, íshús, jarðhús, jarðrækt, jarðræktarsvæði, járnbraut, kálgarð, kamar, kamra, kamri, kant, kartöflugarð, kauptún, kennimark, kirkja, kirkju, kirkjugarð, kirkjugarður, kláfferja, kláfferju, klaustri, klaustur, klausturminjar, klaustursminjar, kolagerð, kolagerðarminjar, kolagrafa, kolagrafir, kolagröf, kolanáma, kolanámu, kolanámuminjar, kömrum, kot, kristin, kristnar minjar, kristni, kuml, kumlateig, kumlateigur, kví, kvíar, lagna, lagnar, lagnir, lambhús, landamerki, landamerkja, landamerkjum, landbúnað, landbúnaðarminjar, landmæling, landmælingamerki, laug, laugarhús, lausafundir, lausafundur, legstað, legstöðum, leið, leif, leikvalla, leikvelli, leikvöll, leikvöllur, lending, líkhús, lind, lögn, lögrétta, lögréttu, mannabein, manndómsraun, mannvirki, mannvirkja, mannvirkjum, mannvist, mannvistarleifar, mastra, mastri, mastur, matjurt, matjurtagarð, menning, menningarmörk, mið, minningarmark, mógrafa, mógrafir, mógröf, mókofa, mókofi, mókofum, möstur, mótekja, mótekju, mótekjuminjar, mylla, myllu, náðhús, náma, námu, nátthaga, nátthagi, nátthögum, náttstað, náttstöðum, náttúruminja, náttúruminjar, náttúruminjum, naust, niðurgröft, öskuhaug, prentsmiðja, prentsmiðju, radar, ræsa, ræsi, ræsum, rafstöð, rauðablæstri, rauðablástur, rauðasmiðja, rauðasmiðju, refagildra, refagildru, renna, rennu, rétt, reykhús, rista, ristu, rúst, rústahóll, rústasvæði, rutt, rutt svæði, sáðslétta, sáðsléttu, sæluhús, sáfar, samganga, samgöngu, samgöngubót, samgönguminjar, sel, sjóbúð, sjóminja, sjóminjar, sjóminjum, skála, skáli, skálum, skeiðvöll, skemma, skemmu, skip, skipalægi, skipalægja, skipalægjum, skjól, skjólgarð, skóla, skóli, skot, skotbyrgi, skotbyrgja, skotbyrgjum, skotgröf, skrímsl, skrímsli , skrúðgarð, sláturhús, smalakofa, smalakofi, smalakofum, smiðja, smiðju, sofnhús, sögustað, spil, spítala, spítali, spítölum, staða, stagsteinn, stein, steinalögn, steinn, steinsteypa, steinsteypu, stekk, stekkur, stífla, stíflna, stíflu, stöðla, stöðli, stöðul, stöðull, stromp, strompur, sumarfjós, sundlaug, súrheysgryfja, súrheysgryfju, sýslumörk, tættur, þing, thing, þingminjar, þingstað, þjóðsaga, þjóðsagna, þjóðsögu, þjóðtrú, þró, þurrkvallar, þurrkvelli, þurrkvöll, þúst, þvottalaug, þvottastaður, ting, tjaldstæða, tjaldstæði, tjaldstæðum, tóft, torftaka, torftöku, torftökustaður, tótt, traða, traðir, tréverk, tröðum, tröll, tún, túnahreinsun, túngarð, túnhreinsun, turn, tvíkuml, uppsátra, uppsátri, uppsátrum, uppsátur, útihús, útilegu, útilegumann, útilegumannabústaður, útileguminjar, vað, varða, varnargarð, vatnsból, vatnsmylla, vatnsmyllu, vatnsveita, vatnsveitu, veg, veitingahús, verbúð, verkhús, verksmiðja, verksmiðju, verkstæða, verkstæði, verkstæðum, verminjar, verslanir, verslun, verslunarhús, verslunarminjar, verslunarstaður, víg, vígi, vindmylla, vindmyllu, vír, virki, virkja, virkjum, vita, viti, vitum, vöð, völva, völvu, völvuleiði, vörðu, vörslugarður.

Senda fyrirspurn eða athugasemd varðandi Minjavísi

Lýsigagnagátt LMÍ

Vernduð svæði - friðlýst minjasvæði og verndarsvæði í byggð

Í þekjunni Vernduð svæði er m.a. að finna upplýsingar um friðlýst minjasvæði. Er hér um að ræða svæði sem Minjastofnun Íslands hefur látið friðlýsa í samræmi við lög um menningarminjar en Minjastofnun hefur heimild til þess að friðlýsa samfelld svæði þar sem fleiri en einn minjastaður hafa sérstakt menningarsögulegt gildi. Einnig eru í þekjunni upplýsingar um verndarsvæði í byggð en þar er um að ræða byggð innan þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða þykir til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Er tillagan unnin af sveitarstjórnum en Minjastofnun Íslands er ráðgefandi aðili.

Lýsigagnagátt LMÍ