Húsafriðunarsjóður
Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunarnefndar. Styrkir úr sjóðnum eru ákveðnir í samræmi við úthlutunarreglur nr. 577/2016 sem samþykktar voru á fundi húsafriðunarnefndar 22. janúar 2016 og staðfestar af forsætisráðherra 9. júní 2016.
Tekjur sjóðsins eru annars vegar framlag ríkissjóðs, sem kveðið er á um í fjárlögum, og hins vegar framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem nemur 150 kr. á hvern íbúa landsins.
Hér má finna upplýsingar um einstakar styrkúthlutanir síðustu ára.
Styrkir til einstaklinga úr húsafriðunarsjóði mynda ekki stofn til tekjuskatts.