Fara í efni

Djáknadys í Hamarsfirði

DJI_0027

Djáknadys er strýtumyndaður grjóthaugur, um 2 - 5 m hár og 10 x 15 m að umfangi. Fast neðan við dysina liggur gamall vegslóði sem talinn er hafa verið lagður upp úr aldamótunum 1900. Djáknadys var friðlýst af Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði, árið 1964.

Sagan segir að á þessum stað hafi presturinn á Hálsi og djákninn á Hamri hist og þeir barist til dauða. Voru þeir báðir dysjaðir á staðnum og er nafn Djáknadysjar þannig tilkomið. Sagt er að sú kvöð hvíli á vegfarendum sem fara fram hjá dysinni í fyrsta sinn að þeir verði að kasta steinvölu í dysina, einni fyrir sig og einnig einni fyrir hvorn, hund og hest, ef með eru, annars muni þeir lenda í ógöngum. Aðrar sögur segja að leggja skuli þrjá steina í dysina. Um þetta er gamla vísan:

Að flýta sér að fara af baki

og fleygja steini

yfir djákna aldurhniginn

er það gæfa á ferðastiginn.

Vinsamlegast gangið um svæðið með varúð og virðingu. Fjarlægið ekki steina úr dysinni. Vinsamlegast urðið ekki rusl undir steinum.

Um Djáknadys í Skrá um friðlýstar fornleifar (1990)

7615 BÚLANDSHREPPUR

Háls. Djáknadys, stór grjótdys rétt neðan við veginn innan við Rauðuskriðu, utan undir svonefndri Ytri-Sandbrekku. Skjal undirritað af KE 21.09.1964. Þinglýst 18.11.1964. (bls. 44).

English version

Djáknadys in Hamarsfjörður

Djáknadys (Deacon’s Burial Mound) is a conical pile of rocks, 2 - 5 metres high and 10 x 15 metres in area. At the foot of the mound is a track which is believed to have been laid in the early 1900s. Djáknadys was listed as a protected heritage site in 1964 by the Director of the National Museum of Iceland, Kristján Eldjárn.

According to legend the mound marks the spot where the pastor of Háls and the deacon of Hamar fought to the death. Both were buried at the site, and that is the origin of the name Djáknadys (Deacon’s Burial Mound). Tradition requires every traveller, on first passing by Djáknadys, must throw a pebble or stone onto the mound: one for him/herself, and one for every horse or dog accompanying them. If they fail to do so they will lose their way. Another version of the tradition is that travellers must place three stones on the mound. An old verse on the subject says:

To quickly dismount

and fling a stone

over the aged deacon

brings good fortune along the road.

Please treat this protected heritage site with respect and care. Do not remove stones from the mound. Do not dispose of refuse under stones.