Fara í efni

Fiskibyrgi á Gufuskálum

Fiskbyrgi voru notuð til að þurrka fisk við framleiðslu á skreið og tengjast byrgin hér miklum veiðum í verstöðinni Gufuskálum líklega á 15. eða 16. öld. Ekki hafa öll byrgin verið í notkun á sama tíma en erfitt er að segja til um með vissu hvenær hvert byrgi var reist og hve lengi það var í notkun.

Á Gufuskálum er getið verstöðvar á 15. öld. Máttu þá vera þar 14 verbúðir og fylgdi einn bátur hverri. Opnum bátum var róið héðan fram á 20. öld. Við sjóinn sjást varir, uppsátur og rústir eftir verbúðir sem bera verstöðinni merki. Útflutningur á skreið til Englands og Hansaborganna jókst mjög á 15. öld en uppruna Gufuskálaverstöðvar má rekja að minnsta kosti til 14. aldar.


Fiskbyrgin eru hlaðin úr hraungrjóti sem sótt var í umhverfið. Hleðslan er óþétt svo vel lofti í gegn því án góðrar loftunar gat fiskurinn, sem í byrgjunum var geymdur, skemmst. Þök byrgjanna eru borghlaðin, þ.e. hlaðin upp í kúpul, og eru byrgin því yfirleitt löng og mjó því að öðrum kosti ber mannvirkið ekki þakið.

Fiskbyrgin voru fyrst tekin á skrá yfir friðaðar minjar árið 1969 og eru í dag friðlýst bæði sem fornleifar og mannvirki, eftir því í hvaða ástandi hvert og eitt byrgi er. Sum byrgin eru heil en önnur eru hrunin og illgreinanleg. Talningum á byrgjunum ber ekki saman en ljóst er að þau eru líklega um 150-200. Ber fjöldinn vitni um miklar fiskveiðar á svæðinu.

Vinsamlegast athugið að hraunið er hættulegt yfirferðar og því er mælt gegn því að ganga utan greinilegs gönguslóða. Farið ekki inn í byrgin eða klifrið í hleðslum þeirra. Minjar og náttúra eru viðkvæm - gangið um með nærgætni.

(Myndir eru teikningar Harðar Kristjánssonar af tveimur fiskbyrgjum, eru þær teknar úr Íslenzkum sjávarháttum IV eftir Lúðvík Kristjánsson).

English version

 

Gufuskálar fishing-sheds

Dried fish became Iceland's biggest export in the 15th century but the beginning of Gufuskálar fishing-station can be dated back to at least the 14th century.

In written sources a fishing station is mentioned at Gufuskálar as early as the 15th century. Fourteen single fishing booths were then located on the coast, with one fishing boat to each booth. Open fishing boats were used to catch fish here until the 20th century. A lot of fishing related archaeology can be found on the coast, e.g. landing sites, boat sheds and fishermen's huts.

Sheds erected from lava stone were used to dry and store fish here at Gufuskálar, as well as in other places in Iceland. These sheds were probably erected sometime in the 15th or 16th centuries. Not all of the sheds were in use at the same time but it is impossible to say exactly when each shed was erected and for how long it was used. The sheds were built from lava stone collected in the surrounding area, with the walls constructed so that the wind could easily blow through them and ventilate the sheds, as without this air flow the fish would rot. The roofs of the sheds were built using a technique which is called borghleðsla in Icelandic. Borghleðsla construction has the walls leaning in towards the top of the building ending in a domed roof.

All of the sheds are listed as important cultural heritage and have been since 1969. The exact number of sheds is not known but they are probably around 150-200.

Warning! Visitors must stick to the clear paths, as wandering off into the lava field is dangerous. Do not enter the sheds or climb up the walls. The sheds as well as the nature are very delicate, please take care while walking.